Heilsa

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hrútey er hafin

15. desember.2021 | 16:09

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hrútey er hafin

Umhverfisstofnun og Blönduósbær vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Hrútey. 

Hrútey í Blöndu var friðlýst sem fólkvangur árið 1975 með auglýsingu nr. 521/1975 og er 10,7 ha að flatarmáli. Markmiðið með friðlýsingunni er að tryggja gangandi fólki frjálsa ferð um eyna og jafnframt að vernda  jarðmyndanir, gróður og dýralíf svæðisins. 

Samkvæmt 81. gr. Laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að viðhalda verndargildi svæðisins.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar hefur verið sett upp svæði þar sem eru frekari upplýsingar um áætlunina og vinnu við hana. Gert er ráð fyrir að formlegt kynningarferli hefjist í mars 2022 og að lokaútgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar verði tilbúin í júní sama ár.
Umhverfisstofnun hefur gefið út handbók um stjórnun friðlýstra svæða í umsjón Umhverfisstofnunar þar sem meðal annars eru leiðbeiningar varðandi gerð stjórnunar- og verndaráætlanir. Handbókin er aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar og verður hún höfð til hliðsjónar við gerð áætlunarinnar fyrir Hrútey.

Umhverfisstofnun upplýsir hér með að vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er hafin. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér vinnu við gerð áætlunarinnar og er ábendingum og athugasemdum sem nýtast munu við gerð hennar fagnað.

Ábendingum og athugasemdum má koma á framfæri við Guðbjörgu Gunnarsdóttur, ([email protected]) og Kristínu Ósk Jónasdóttur, ([email protected]).

Heilsa

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

18. janúar.2022 | 15:05

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Alvotech hf., þann 14. janúar 2022, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 14. janúar 2038.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi með greinargerð
Umsögn Vinnueftirlitsins

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. janúar: Staðan

Landspítali er á neyðarstigi.

Staðan kl. 9:00

39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 17. janúar – Viðbótarmannskap vantar

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 45 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af er 31 með virkt smit, flestir á A7, A6 og gjörgæsludeildum en einnig eru 7 sjúklingar á Landakoti og 2 á geðdeildum.
Alls bættust 19 sjúklingar við um helgina, 6 greindust við innlögn eða inniliggjandi, þar af var einn í sóttkví.
Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar, tveir í öndunarvél.

Í fjarþjónustu eru 8.025, þar af 2.795 börn. Í gær komu 17 einstaklingar til meðferðar og mats í COVID göngudeild en alls hafa 240 manns komið þangað það sem af er janúar. Ljóst er að talsverður hluti þessa hóps myndi þurfa innlögn ef göngudeildarinnar nyti ekki við.

Nú eru 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

  • Í morgun var opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9. Nauðsynlegt er að vera með strikamerki.
  • Áfram er mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin