Heilsa

Virkt eftirlit með upplýsingagjöf fyrirtækja skilar árangri

30. mars.2021 | 13:57

Virkt eftirlit með upplýsingagjöf fyrirtækja skilar árangri


Umhverfisstofnun sinnir eftirliti sem miðar að því að auka söfnun og endurvinnslu á raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum og rafgeymum. Markmið eftirlitsins er að fylgja eftir banni á tilteknum skaðlegum efnum í rafhlöðum og rafgeymum og sjá til þess að upplýsingagjöf fyrirtækja til viðskiptavina sé fullnægjandi.

Í eftirliti undanfarinna ára hefur algengasta frávikið verið að fyrirtæki upplýsa neytendur ekki með fullnægjandi hætti um um söfnun og skil á úr sér gegnum rafhlöðum, rafgeymum og raf- og rafeindatækjum. Árið 2020 ákvað Umhverfisstofun því að útbúa spjöld með þessum upplýsingum og dreifa þeim meðal eftirlitsþega í tengslum við eftirlit. Upplýsingarnar og spjöldin eru öllum aðgengileg og má nálgast á heimasíðu Umhverfisstofununar undir miðlun fyrir rafhlöður og rafgeyma og einnig miðlun fyrir raf- og rafeindatæki.

Árið 2020 var farið í fyrirvaralaus eftirlit til innflytjenda rafhlaðna, rafgeyma og raf- og rafeindatækja, sem höfðu ekki fengið eftirlitsheimsókn áður. Að frátöldum athugasemdum um upplýsingaskyldu, greindust önnur frávik hjá fimm eftirlitsþegum af þeim 30 aðilum sem heimsóttir voru árið 2020. Einn aðili þurfti að gera úrbætur hjá sér varðandi móttöku á notuðum rafhlöðum og fjórir aðilar þurfu að gera úrbætur þar sem yfirstrikaða tunnumerkið vantaði á vöru (sjá mynd). Engar athugasemdir voru að þessu sinni varðandi upplýsingar um efnainnihald rafhlaða. 

Frávikum í eftirliti hefur fækkað verulega á undanförnum árum og frá árinu 2015 fækkaði frávikum úr 64% tilvika í 5% árið 2020. Flest frávikin vörðuðu merkingar á yfirstrikuðu tunnumerkinu og upplýsingar til kaupenda. Þessi þróun bendir til þess að framleiðendur og innflytjendur hafi á undanförnum fimm árum verulega bætt úr upplýsingaskyldu sinni varðandi flokkun, skil og merkingar á raf- og rafeindtatækjum og rafhlöðum/ -geymum. Því má draga þá ályktun að verulegur ávinningur hafi verið af virku eftirliti stofnunarinnar á síðustu árum. 

Umhverfisstofnun hefur jafnframt gefið út nýja eftirlitsáætlun með rafhlöðum og rafgeymum og raf- og rafeindatækjaúrgangi fyrir árin 2021 til 2023. Áætlunin er mikilvægt skref í að tryggja rétta meðhöndlun á þeim úrgangi sem fellur til. Markmið eftirlitsins er einkum að að hækka söfnunarhlutfall rafhlaða, rafgeyma og raf- og rafeindatækja og að tryggja ábyrga meðhöndlun úrgangs úr þessum vörum. 

Eftirlit Umhverfisstofnunar byggir á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, reglugerð nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma og reglugerð nr. 1061/2018 um raf- og rafeindatækjaúrgang. Nánari niðurstöður eftirlits og eftirlitsáætlanir með rafhlöðum og rafgeymum og  raf- og rafeindatækjaúrgangi má nálgast á heimasíðu Umhverfisstofunar, en frekari upplýsingar má fá hjá teymi græns samfélags.

Heilsa

Frá farsóttanefnd 15. apríl 2021

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi. 

Á Landspítala nú:

2 sjúklingar eru inniliggjandi vegna Covid-19 með virkt smit
– Annar sjúklinganna í gjörgæslu og öndunarvél
Ekkert andlát á Landspítala í 4. bylgju sem hófst 20. mars
79 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 18 börn

Halda áfram að lesa

Heilsa

Síðasti greiðsludagur hreindýraveiðileyfa er í dag – fimmtudaginn 15. apríl.

15. apríl.2021 | 11:05

Síðasti greiðsludagur hreindýraveiðileyfa er í dag – fimmtudaginn 15. apríl.


Eindagi greiðslu úthlutaðs hreindýraveiðileyfis er í dag 15. apríl. Greiða þarf kröfu í heimabanka fyrir kl. 21.00 fimmtudaginn 15. apríl. Þeir sem ekki greiða kröfuna fyrir tilskilinn tíma hafna þar með úthlutuðu leyfi. 

Krafa frá Ríkissjóðsinnheimtu er í heimabanka þeirra sem hafa fengið úthlutun, ekki voru sendir út greiðsluseðlar. Ef menn finna ekki kröfuna þá er hægt að millifæra eftir neðangreindum upplýsingum en það þarf þá að gerast áður en greiðslufrestur rennur út.

Tryggast er samt að viðkomandi borgi útsenda kröfu, en ef er millifært þarf að senda bankakvittun á netfangið [email protected].

Reikningsnúmer:  0001-26-25335  
Kennitala móttakanda:  5402696459
Upphæð greiðslu:   86.000 fyrir kýr, 150.000 fyrir tarf.
Skýring greiðslu:  Kennitala þess sem er með úthlutað leyfi.

Mikilvægt er að greiða ekki á síðustu stundu og fylgjast með því að greiðslur sem hafa verið settar í sjálfvirkar greiðslur á eindaga greiðist.

Fljótlega eftir að greiðslufrestur er útrunnin er farið í að endurúthuta þeim leyfum sem ekki verða greidd, til næstu manna á biðlistum  

Halda áfram að lesa

Heilsa

Kynning á vatnaáætlun

Tillaga að fyrstu vatnaáætlun Íslands eru nú til kynningar og við viljum bjóða þér á kynningarfund 27. apríl n.k. kl. 13:00 – 14:30. Fundurinn verður haldinn á Teams.
Takið endilega tímann frá!

Við segjum oft að á Íslandi sé eitt hreinasta vatn í heimi en er það í raun svo? Hluti af vinnunni við vatnaáætlun er einmitt að geta staðfest gæði vatns, draga úr álagi þar sem þess er þörf og vakta vatn til framtíðar. 

Vatnaáætlun felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd. Hluti af henni er aðgerðaáætlun þar sem settar eru fram aðgerðir til að tryggja gott ástand vatns og vöktunaráætlun þar sem markmiðið er m.a. að samræma vöktun vatns um allt land. Lög um stjórn vatnamála innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að vernda vatn og vistkerfi þess, stuðla að sjálfbærri nýtingu þess og langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Vatnaáætlun ásamt aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun munu gilda til sex ára í senn.

Mikið samráð og samtal  hefur farið fram við gerð vatnaáætlunar og er þessi kynningarfundur hluti af því mikilvæga ferli. Á kynningarfundinum fer verkefnishópur Umhverfisstofnunar yfir tillögu að fyrstu vatnaáætlun Íslands ásamt fylgiáætlunum hennar; aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Farið verður yfir áhrif og þýðingu áætlunarinnar.

Frekari upplýsingar um vatnaáætlun eru inni á vefsíðunni vatn.is og er frestur til að gera athugasemdir til og með 15. júní 2021.

Kynningin fer fram í gegnum forritið Teams. Ekki er nauðsynlegt að stofna aðgang til að komast inn á fundinn. Ekki þarf að hlaða niður forriti ef fylgst er með í gegnum vafra, en ef ætlunin er að fylgjast með fundinum í gegnum síma þarf að hlaða niður Teams smáforritinu. Ekki er mælt með því að nota Safari vafrann en aðrir vafrar virka vel. 

Fundurinn verður tekinn upp svo hægt er að nálgast hann seinna á vatn.is 
Hlekkur á fundinn: http://ust.is/fundur20210427

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin