Í tilefni af fjölþjóðlegri vitundarvakingarviku 21. til 25. september 2020 um byltuvarnir hefur verið opnuð síða á vef Landspítala með ýmsum fróðleik um byltur og byltuvarnir. 

Á vefsíðunni er vinnulag í byltuvörnum á Landspítala kynnt. Þar er að finna nýjan fræðslubækling með ráðum fyrir sjúklinga til að draga úr byltuhættu og auka öryggi meðan á sjúkrahúsdvöl stendur.
Einnig er þar heilsupistill um jafnvægi og jafnvægisþjálfun og myndskeið með jafnvægisæfingum og hagnýtum ráðum til að auka öryggi og minnka líkur á byltum.

Slóðin inn á vefsíðuna www.landspitali.is/byltur

Það er líka hægt að velja Fræðsla á forsíðu www.landspitali.is og skrifa bylt… í leitarreitinn,