Innlent

Yfirlýsing fjármálaeftirlitsnefndar 13. janúar 2021

logo-for-printing

13. janúar 2021

Fjármálaeftirlitsnefnd: Neðri röð f.v. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri. Efri röð f.v. Guðrún Þorleifsdóttir, Andri Fannar Bergþórsson og Ásta Þórarinsdóttir.

Í yfirlýsingu fjármálaeftirlitsnefndar 8. apríl 2020 voru kynntar helstu áherslur í fjármálaeftirliti á tímum kórónuveirufaraldurs. Fjármálaeftirlitsnefnd tók undir yfirlýsingar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) frá 31. mars 2020 og Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) frá 2. apríl 2020 þar sem þessar tvær stofnanir mæltust til þess að fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög legðu áherslu á að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu á tímum mikillar óvissu með því m.a. að greiða ekki út arð, kaupa ekki eigin hlutabréf eða greiða út kaupauka.

Fjármálaeftirlitsnefnd birtir nú endurskoðuð tilmæli um arðgreiðslur fjármálafyrirtækja og kaup þeirra á eigin hlutabréfum sem gilda til 30. september 2021 þar sem meðal annars er tekið mið af yfirlýsingu Evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB) frá 15. desember 2020. Í henni voru eftirlitsstofnanir í löndum sem eiga aðild að ESRB hvattar til þess að beina því til fjármálafyrirtækja sem sæta eftirliti þeirra að gæta ýtrustu varúðar við greiðslu arðs og kaup á eigin bréfum fram til 30. september 2021. EBA birti sama dag yfirlýsingu svipaðs efnis.

Mikil óvissa er um þróun efnahagsmála næstu misseri og rík ástæða til að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu. Fjármálaeftirlitsnefnd leggur því áherslu á að fjármálafyrirtæki sýni fyllstu varfærni þegar litið er til eiginfjárstöðu og tekur undir framangreindar yfirlýsingar ESRB og EBA. Í þessu samhengi er einnig minnt á yfirlýsingu fjármálaeftirlitsnefndar frá 22. september 2020 um að niðurstaða úr könnunar- og matsferlinu 2019 um viðbótarkröfu um eiginfjárgrunn hjá kerfislega mikilvægu bönkunum þremur skyldi standa óbreytt þrátt fyrir aukna áhættu og óvissu tengda faraldrinum.

Fjármálaeftirlitsnefnd leggst ekki gegn greiðslu arðs eða kaupum á eigin hlutabréfum en brýnir fyrir fjármálafyrirtækjum að eftirfarandi atriði verði höfð að leiðarljósi við ákvarðanir þar um:

  • Afkoma fjármálafyrirtækis hafi verið jákvæð á síðasta rekstrarári og áætlanir um þróun eigin fjár sýni sterka eiginfjárstöðu næstu þrjú ár. Mælst er til að mat fjármálafyrirtækis á hvoru tveggja verði borið tímanlega undir Fjármálaeftirlitið.
  • Fjárhæð arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum nemi að hámarki 25% af uppsöfnuðum hagnaði eftir skatta vegna áranna 2019 og 2020 eða 0,4 prósentustiga lækkunar á hlutfalli almenns eiginfjárþáttar 1, hvort sem lægra reynist.

Fjármálaeftirlitsnefnd brýnir jafnframt fyrir vátryggingafélögum að gæta ýtrustu varfærni við stýringu eiginfjár vegna þeirrar óvissu sem ríkir í efnahagsmálum af völdum faraldursins. Fjármálaeftirlitsnefnd tekur undir yfirlýsingu EIOPA frá 18. desember 2020 um þá áhættu sem vátryggingafélög standa frammi fyrir og að varúðarsjónarmiða skuli gætt við ákvörðun um greiðslu arðs og kaup á eigin hlutabréfum. Við ákvarðanir um greiðslu arðs eða kaup á eigin hlutabréfum verða vátryggingafélög að huga að gjaldþolsstöðu sinni. Á meðan óvissan ríkir mun Fjármálaeftirlitið fylgjast náið með því hvort eigið áhættu- og gjaldþolsmat vátryggingafélaga sé nægilega varfærið og framsýnt. 

Nr. 1/2021
13. janúar 2021

Sjá nánar:
Yfirlýsing fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands 8. apríl 2020
Yfirlýsing Evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB) 15. desember 2020
Yfirlýsing Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) 15. desember 2020
Yfirlýsing Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) 18. desember 2020
Yfirlýsing fjármálaeftirlitsnefndar 22. september 2020

Til baka

Innlent

Sameiginleg yfirlýsing utanríkisráðherra Norðurlandanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir árétta skuldbindingar sínar gagnvart jafnrétti kynjanna. Yfirlýsingin er gefin út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og í kjölfar fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna síðastliðinn föstudag. 

Í yfirlýsingunni biðla ráðherrarnir meðal annars til annarra leiðtoga á heimsvísu að hafa jafnréttismálin í öndvegi í uppbyggingunni eftir heimsfaraldurinn, að tryggja þátttöku kvenna í allri ákvarðanatöku og að tvöfalda viðleitni sína til að standa vörð um heilbrigði, réttindi og þarfir allra kvenna og stúlkna. Yfirlýsinguna, sem skrifuð er á ensku, má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. 

Undir yfirlýsinguna skrifa; Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, og Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands.  

 

The Foreign Ministers of Finland, Iceland, Norway, Sweden and Denmark mark the International Women’s Day 2021 with strong commitment to Gender Equality and the rights of all women and girls

For decades, Nordic countries have prospered due to the equal participation and inclusion of women and girls in all areas of societal life. For us, ensuring the enjoyment of human rights of all women and girls, in all their diversity, and ending gender-based discrimination in all of its forms, is the right and the smart thing to do because gender equality benefits everyone.

Globally, we have seen remarkable improvements for the health and rights of women and girls over the past decades. But the global pandemic has exacerbated existing inequalities, with disproportional impact on the health, participation, wellbeing and socio-economic status of women and girls worldwide – and has also increased gender-based violence. Now, global leaders must commit to placing women at the center of recovery plans, ensuring their participation in decision making processes, and redouble efforts to secure the health, rights and needs of all women and girls. 

Additionally, we will continue to counter the growing pressure on human rights of women and girls and attacks on the notion of gender equality both globally, in multilateral fora and within Europe. We are particularly concerned about actions to undermine or roll back sexual and reproductive health and rights, including the access to safe and legal abortions, comprehensive sexuality education and modern contraceptives. 

We also remain committed to strengthening the agenda for Women, Peace and Security, which celebrated its 20th anniversary last year. Women peacebuilders and women human rights defenders play key roles in ensuring sustainable peace. They must be empowered and protected.

For International Women’s Day 2021, the Nordic Ministers for Foreign Affairs strongly recommit to the fundamental values and principles of gender equality. We condemn any attacks on the rights of women and girls and take this opportunity to reiterate that they must be defended and safeguarded at all times. 

Halda áfram að lesa

Innlent

Forsætisráðherra tók þátt í viðburði UN Women í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók þátt í viðburði á vegum UN Women í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var rafrænn og bar yfirskriftina: „Kvenleiðtogar: Jafnréttisbaráttan á tímum heimsfaraldurs COVID-19 á leið til kynslóðar jafnréttis“ (e; „Women in leadership: Achieving an equal future in a COVID-19 world on the way to the Generation Equality Forum“).

Forsætisráðherra ræddi það bakslag sem orðið hefur í jafnréttismálum vegna heimsfaraldursins og þær leiðir sem stjórnvöld geta farið til að styrkja stöðu kvenna og auka kynjajafnrétti. Hún fór einnig yfir það hvernig heimsfaraldurinn hefði dregið fram mikilvægi kvennastétta en um leið hefði álag á konur aukist, bæði vegna ólaunaðrar vinnu við umönnun ættingja og vegna aukins heimilisofbeldis í faraldrinum.

Þátttakendur í pallborði með forsætisráðherra voru meðal annarra Elizabeth Gómez Alcorta, ráðherra jafnréttismála í Argentínu. Á meðal þeirra sem fluttu ávörp voru Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women og Melinda Gates, framkvæmdastjóri góðgerðarstofnunarinnar Bill & Melinda Gates Foundation.

Viðburðinn má nálgast hér: https://www.unwomen.org/en/news/events/2021/03/event-international-womens-day-2021

Halda áfram að lesa

Innlent

Vefráðstefna um tengsl jafnréttis og byggðaþróunar

Norræna upplýsingasetrið um kynjafræði (NIKK) og Norræna rannsóknarstofnunin um byggðaþróun (Nordregio), standa fyrir opinni vefráðstefnu fimmtudaginn 25. mars kl. 12:00-13:45 um tengslin milli jafnréttis og svæðisbundinnar þróunar. Á ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina Jafnrétti – lykillinn að hagsæld dreifbýlisins, verður farið yfir það sem læra megi af rannsóknum og forvirkum stefnum (e. proactive policies) á þessu sviði, sérfræðingum í byggðaþróun og frumkvöðlum frá einangruðustu stöðum Norðurlandanna.

Um ráðstefnuna segir að íbúasamsetning á Norðurlöndunum breytist hratt. Öldrun, fólksflutningar og þéttbýlismyndun skapi áskoranir hvort tveggja fyrir vinnumarkaðinn og velferðarkerfið, sérstaklega í dreifbýli fjarri stærri þjónustukjörnum. Yfirstandandi heimsfaraldur hafi verið sem olía á eldinn og viðbrögð við faraldrinum mismunandi milli ríkja og landsvæða. 

Tvær nýjar skýrslur benda á mikilvægi þess að hafa kynjasjónarmið með í svæðisbundinni stefnumótun og áætlanagerð, sérstaklega á afskekktum svæðum. Því væri það viðfangsefni ráðstefnunnar og sérfræðinga á þessum vettvangi að kanna hvort dreifbýlið gæti verið brautryðjandi í að brjóta upp staðalímyndir kynjanna með því að móta jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs fyrir ungar fjölskyldur og frumkvöðla.

Skýrslurnar tvær

Skráning á vefráðstefnuna

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin